Heillaóskir frændum fráÞessa vísu samdi afi á eins árs afmæli Birnu Kr. Björndóttur. Gleymdist víst afmælið þangað til á afmælisdeginum og fékk hún því þessa í skeyti.
Rýnt er í myrkriðAfi var í heimsókn hjá foreldrum mínum í Garðabæ þegar hann var sjötugur, 21 des 1987. Var þá sagt í útvarpinu um kvöldið að þetta væri svartasti dagur ársins. Hann horfði út um gluggann og orti þessa vísu.
Trukkmann brúkar tvírætt skrafSvar við vísu Ármanns á Hálsi er hann orti um Aðalstein. En tilefnið var að Aðalsteinn flutti Sigríði á Æsustöðum milli bæja. Var hann lengi á leiðinni, því hann missti bílinn út af.
Ég sendi þér afi minnÞessi vísa var skrifuð aftan á mynd af Fúsa svo afi hanns gæti séð barnabarnið sitt, en hann var vistaður á Kristnesi með berkla og mátti því ekki sjá barnið.
Í gegnum símann sendi þérÞetta er held ég fyrsta vísan sem ég man eftir að hafa lært utan að eftir hann afa. Það er saga bakvið vísuna sem ég þarf að fá staðfesta, þá skal ég setja hana hingað inn.
Þó skilji okkur fjarlægðirLjóð á fermingarkorti Birnu Kr. Björnsdóttur. Hún fékk kortið með gjöf frá ömmum sínum, Hansínu og Birnu en Alli samdi ljóðið.
Þú hefur lifað öll þín árÞessa skrifa ég upp af minni og gæti verið vitlaus. En það er saga bakvið vísuna sem ég þarf að fá staðfesta, þá skal ég bæta henni hingað inn. :)