Biðin
Ég beið í blómahvammi
ég beið þar eftir þér
í fjalladölum frammi
þar fegurst sýnist mér
ég beið þín bjarta daga
ég beið þín dimma nótt
þú komst með kraft frá braga
það kjör mín bætti skjótt
Ég beið í blómahvammi
ég beið þar eftir þér
í fjalladölum frammi
þar fegurst sýnist mér
ég beið þín bjarta daga
ég beið þín dimma nótt
þú komst með kraft frá braga
það kjör mín bætti skjótt