Dreyri

Vinur, Dreyri, viltu þiggja
vísukorn um feril þinn?
Ekki skaltu áfram liggja
óbættur við garðinn minn

Ætíð varstu happahestur
hlaust þó aldrei sigurlaun
oftast vilja- og orkumestur
öruggur í hverri raun.

Þú, sem eyddir ævi þinni
í að bæta fólksins hag,
hlýtur lof að eiga inni
eftir langan vinnudag.

Skyldi ekki skáldsins tunga
skilningsríkust veita svör?
Aldrei getur ækið þunga
yfirbugað gæðings fjör.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I