Ég sendi þér afi minn

Ég sendi þér afi minn, myndina af mér.
svo megir þú vita, hvernig ég er.
Ég er ei maður til meiri gjafa,
minnstur af þeim sem kallar þig afa.


Frá því að Fúsi fæddist þá var afi hanns, Ólafur Jóhannesson frá Skriðu, vistaður á Kristnesi með berkla. Þegar Fúsi er svo að verða tveggja ára þá var ljóst að Ólafur ætti ekki langt eftir og ákváðu því amma og afi að taka mynd af barninu svo Ólafur gæti séð barnabarnið sitt. Það var víst mikið mál að fá mynd af barninu framkallaða en tókst þó áður en hann andaðist og skrifað afi þessa fallegu vísu aftan á myndina.

Ég veit ekki hvort myndin sé einhverstaðar til, en ef hún finnst þá má endilega senda mér afrit af henni.