Gátur
Í æsku minni þekkti ég ævagamlan sið:
Er unglingarnir hættu dagsins látum
og rökkrið færðist yfir, tók önnur skemmtun við,
því eldra fólkið kunni margt af gátum.
Mörg ráðningin var örðug, því reyndi á andans dug,
að rýna djúpt í myrkrahöfin svörtu.
og enn er ég við gátur að glíma oft í hug,
þær gátur flestar eru manna hjörtu.
Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I