Geislar

Hvað er best af guðagjöfum
geislar bjartir lengst frá harmi
Enn er líf á ystu nöfum
ástarþrá á heitum barmi

Þeir sem fegurð ungir unna
ótal lög og seglum brjóta
Siði góða sjaldan kunna
með sínu lagi yrkja og njóta


Heimild:

Geislar