Geislar skýna skærir

Geislar skína skærir,
skuggar missa völd.
Friður þreyttum færir,
fagurt ævikvöld.

Vakir von í hjarta,
velur hver sitt fag.
Blómaveldið bjarta,
býður nýjan dag.