Góða nótt

Ef spurt er hvort ástin sé öldruðum þörf
því óðara svara ég kann
hún er orka sem nýtist við öll okkar störf
hún er eldur sem síglaður brann.
já, ástanna drauma ég dýrmæta tel
svo að dagarnir líði hér fljótt.
Ég elska þig kona sem kyssir svo vel
uns ég kveð hér og býð góða nótt.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I