Kaupakonubragur

Nú mætast hér augu í körlum og konum,
í kveld eru margir svo fullir af vonum,
að brennivín bragða þarf ei.
Þeir leggja sig fram við að leita að svörum
sem langar að fá á sig stimpil af svörum
hjá einhverri indælli mey.

Við lærum af reynslunni lífið að skilja
og lútum í flestu að kvennanna vilja
því valdið þeim vitaskuld ber.
Það skiptir þær litlu hvað lögmálin banna,
þær leika sér jafnvel að fjöreggjum manna,
svo grátt sem slíkt gaman þó er.

Þær gera hér innrásir, einkum á vorin,
í orrustum skæðar, þó létt stígi sporin,
mörg vígi þá fella þær fljótt,
en vækja þó ætíð þeim sáru og sjúku
og svæfa þá stundum við brjóstin sín mjúku
í bílum um blíðviðrisnótt.

Að áliðnu sumri þær sveitina kveðja,
við svikular minningar hjörtun sig gleðja,
æ, færið mér flösku og staup!
Í svartnætti helkaldra haustnæturbylja
mér hálfpartinn leiðist, er strákarnir þylja
sitt kátlega kvennafarsraup.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I