Kröflugos
Það var um kvöld eitt að Krafla sig hreyfði,
kom þá Sólnes úr Japansför heim,
bæði eldi og ösku hún dreifði,
þá var orka í gusunum þeim.
Margur verkfræðihönnuður hjalar:
nú má hraðlækka raforkuverð!
Aðeins Vilmundur Gylfason galar:
hér er gífurlegt hneyksli á ferð!
Komu allir Kröfluvinir
kraftinn mikla til að sjá!
Sigurður og hálærðir hlynir,
hristist mestallt Norðurland þá.
Þegar ógnum og ósköpum létti,
segir einhver í hógværum róm:
Krafla er nú með einhverja pretti,
það er önnurhver borhola tóm.
Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I