Kvennaársþankar

Nú er kvennaárið loksins liðið
langt var það og geyst úr hlaði riðið
já, konur kunna að bera fram kröfur margskonar
á einum degi í október þær urðu heimsfrægar
Söguþjóð
Síst ég stríð vil heyja
undir fljóð
Í auðmýkt skal mig beygja
undir fljóð

Ég vil gjarnan lúta lögum svanna
en lögmál náttúrunnar sumt mér banna
því ef mig kona kyssir hún kveikit í mér glóð
í æðum mínum ennþá rennur eldheitt karlmannsblóð.
Von og þrá
veitir stundargleði
eftirá
ei ég veit hvað skeði
eftirá

Þegar kvennaárið er nú liðið
annar leikur færður uppá sviðið
þar karlar kerfum stýra ég konur þyldi skár
og vildi feginn fá að lifa fleiri kvennaár.
Söguþjóð
síst ég stríð vil heyja
undir fljóð
í auðmýkt skal mig beygja
undir fljó