Kvennafarsríma

Upp þótt renni um borg og byggðir
blessun menningar,
fornar enn við eigum dyggðir
eins og kvennafar.

Allir kjósa enn að finna
ilm af rósunum,
en þeir hrósa ekki minna
yl af drósunum.

Fjöldinn ötull áfram streymir
upp að jötunni
Eðlishvötin ýmsa teymir
eftir götunni.

Oft er svikul ástin kvenna,
augun hvikandi.
Ýmsir strikið að þeim renna,
aðrir hikandi.

Bílar skeiða, firðar fara
á fljóðaveiðarnar,
aka greiðast, ekkert spara,
yfir heiðarnar.

Halir læðast hægt um nóttu
á hættusvæðunum.
Eru gæðin eftirsóttu
undir klæðunum.

Ritning kennir menn hvað mega,
en máttu rhennar dvín.
Gleði tvenna allir eiga:
Ást og brennivín.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I