Líkt og flak á æstum úthafs bárum
Líkt og flak á æstum úthafs bárum
æskufley mitt hraktist rétt það er.
Fyrir sléttum fjörutíu árum
fögur stjarna kom og lýsti mér.
Oft það sem mig heillað áður hafði
hrundi og er sem fánýt glópska nú.
Stefna ný um þol og þrek mig krafði
þraut og sæla varð hin nýja trú.