Listin gaf
Listin tók og listin gaf
Lystin veldur pínum.
Það er list að lifa af
listaverkum sínum.
Afi orti þessa vísu þegar hann var að horfa á sjónvarpið. Þar var maður að tala um listina og hvað hún væri gefandi en það væri samt oft erfitt að lifa af henni.