Piparsveinar
Um hylli kátra kvenna
við keppum yfirleitt
og berjumst um þær bráðum,
ef blóðið verður heitt.
Við horum eins og aular
á yngismeyjafjöld
og dáumst að þeim öllum,
sem eru hér í kvöld.
Við höfum frjálsar hendur
og hjörtun gefum ei,
en kunnum koss að meta
hjá konu jafnt sem mey.
Þó árin færist yfir
það ekki breytist neitt,
við elskum alltaf margar,
en enga nógu heitt.
Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I