Sumarnótt

Ef viltu finna vorið anga,
er vonir hafa brugðist þér.
Þá skaltu burt úr glaumnum ganga
í gilið þar sem fossinn er.
Senn vakna blóm af blundi værum,
öll blöð af veigum döggvast tærum,
svo kveður börn sín blítt og rótt
hin bjarta hlýja sumarnótt.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I