Til Sigríðar Schiöth

Við þökkum öll störf þín og kyrjum í kór
það kvæði er nú skal þér færa.
Það tefur ei verkin að viljinn sé stór,
þau vísindi af þér má læra.
Þú sýnir að örðuga sigra má þraut
og sækja til ljóssins um torvelda braut.

Það gleymist of mörgum þó gatan sé þröng
ná geilsarnir þangað að skína.
Hvert orð klæðist lífi við ljóðelskra söng,
það listina auðkennir þína,
að hún kveikir neista í sérhverri sál
uns sor snýst í gleði og steinar fá mál.


Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I