Þó skilji okkur fjarlægðir

Þó skilji okkur fjarlægðir fjöll eða höf
ei frændsemis tilfinning dvínar.
Því leggjum við saman í svolitla gjöf
og sendum þér, ömmurnar þínar.


Heimild:

Þó skilji okkur fjarlægðir

“Ömmurnar mínar gáfu mér saman eina sérstaka gjöf og þetta kort fylgdi þeirri gjöf. Er mjög þakklát sjálfri mér fyrir að geyma gersemar eins og þetta og ekki síst vísuna sem ég veit að afi hefur ort til mín í orðastað þeirra.” - Birna Kr. Björnsdóttir