Trukkmann brúkar tvírætt skraf
Aðalsteinn Ólafsson í Melgerði flutti Sigríði á Æsustöðum milli bæja. Þótti hann ótrúlega lengi á leiðinni, enda missti hann bílinn út af veginum og tafðist við það.
Þá orti Ármann þessa vísu:
Þó að Sigga sýnist stór,
sést það lítt með vinum.
Með Aðalsteini ögn hún fór,
út af þjóðveginum.
en Aðalsteinn svaraði:
Trukkmann brúkar tvírætt skraf.
Tárin húka á hvarmi.
Hver vill strjúka ólund af
öfundsjúkum garmi.
Ármann svaraði aftur.
Hugsun rangri heilinn grautar.
Horfin er þér fjallasýn.
Ertu kannske utanbrautar
að yrkja þetta ljóð til mín?
Heimild: Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Heimild: Þó að Sigga sýnist stór
Heimild: Trukkmann brúkar tvírætt skraf
Heimild: Hugsun rangri heilinn grautar