Við fákæn leggjum flest af stað
Við fákæn leggjum flest af stað
í ferð sem einkum snýst um það
að leita margs á lífsins braut,
þar lán og óhöpp falla í skaut.
Sú braut er hvorki bein né slétt,
samt bjargast allt sé stefnan rétt,
hvar endar hún fæst ekkert val,
því ungur má en gamall skal.
Þeim leið til baka engin er
sem yfir landamærin fer,
en víst ég tel að vinar hönd
þar vísi inn á sólarströnd.