Við vitann
Ef gengur þú, vinur, til vitans um kveld.
er vorsólin upplitar sæinn.
Þá finnur þú kvikna í æðum þér eld,
sem æsist við hvíslandi blæinn.
Og tefjirðu um stund við þau töfrandi hljóð
þér test hverjum harmi að gleyma.
Því náttúran semur þar lög við þín ljóð
og lætur þig vakandi dreyma.
Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I