Yfir fjöllin
Menn voru í fyrr að leita að leið
yfir fjöllin.
Úr Sölvadal virtist gatan greið
yfir fjöllin.
Hann Ólafur sagði alveg satt,
við athugun reyndist vera flatt
yfir fjöllin.
Og Kalli vildi að kæmi slóð
yfir fjöllin.
Lét ryðja veginn og vörður hlóð
yfir fjöllin.
Með fimm tohn á öxli fara má
í frosti og þurrkum til og frá
yfir fjöllin.
Nú ekur fólinu Angantýr
yfir fjöllin.
Og mjólkurbíllinn hann brunar nýr
yfir fjöllin.
Mér sýnist bændanna sigur stór,
þeir senda dropann til Egils Thor
yfir fjöllin.
Þá renna margir á réttarböll
yfir fjöllin.
Sækja bíó og skvísuskröll
yfir fjöllin.
Þeim sunnlensku hleypur kapp í kinn,
kmoi Hjalti og oddvitinn
yfir fjöllin.
Þó auðvelt sé nú að aka bíl
yfir fjöllin.
Ýmsir ferðast í eldri stíl
yfir fjöllin.
Það ríða hetjur um hérað enn,
hesta-, drykkju- og kvennamenn
yfir fjöllin.
Heimild: Eyfirskur fróðleikur og gamanmál. 1. Bindi, Kvæði og stökur I